Back to All Events

Peysuhönnun


Athugið að námskeiðið er haldið í Storkinum

Flestir prjónarar prjóna mest eftir uppskriftum sem aðrir hafa hannað. Það má mikið læra af góðum prjónauppskriftum t.d. um prjóntækni, litaval, margvíslegt munsturprjón og mismunandi hönnun. Það jafnast þó fátt á við að spreyta sig á að hanna sína eigin peysu og þá reynir á hæfileikann að fara út fyrir þægindarammann, nýta sér það sem maður kann, sjá hlutina í nýju ljósi og skora á sjálfan sig að gera eitthvað nýtt og spennandi. Á þessu námsskeiði sem er hugsað fyrir frekar vana prjónara verða kenndar aðferðir til þess að hanna og prjóna peysu frá grunni. Þátttakendur hanna og prjóna einfalda peysu eftir persónulegu máli.

Miðað er við að þátttakendur nái valdi á að prjóna grunnpeysuform sem síðan er hægt að útfæra í fjölbreyttari peysuhönnun ef óskað er. Farið er í hvernig á að velja garn, setja saman liti og munstur auk þess sem lögð er sérstök áhersla á frágang og að þátttakendur nái að klára viðfangsefnið sem þeir velja sér. Námskeiðið nær yfir sex vikur auk þess sem kennari mun mæta í auglýst Prjónakaffi Storksins og vera þar til aðstoðar ef á þarf að halda. Vönduð kennslugögn með mismunandi aðferðafræði fylgja námskeiðinu.

 Námskeiðið er alls 8 skipti og kennt verður eftirfarandi daga:

(Ath. að miðvikudaginn 1 nóvember er kennt frá 19 – 21 en alla hina dagana frá 18 - 20)

·      Miðvikudaginn 11 október frá kl. 18 - 20

·      Föstudaginn 13 október frá kl. 18 - 20

·      Mánudaginn 16 október frá kl. 18 - 20

·      Miðvikudaginn 25 október frá 18 – 20

·      Miðvikudaginn 1 nóvember frá 19 – 21

·      Miðvikudaginn 8 nóvember frá 18 – 20

·      Miðvikudaginn 22 nóvember frá 18 – 20

·      Miðvikudaginn 29 nóvember frá 18 - 20

Earlier Event: September 6
Barnafataprjón