Back to All Events

Masterclass - Bætt í reynslubankann


Athugið að námskeiðið er haldið í Storkinum

Þetta námskeið er hugsað fyrir þær sem lokið hafa námskeiði í Peysuhönnun hjá Helgu Thoroddsen. Námskeiðið er byggt þannig upp að þátttakendur hafa frjásar hendur í peysuhönnun en boðið er upp á handleiðslu og aðstoð auk þess sem krefjandi prjóntækni/aðferðafræði fyrir vana prjónara verður kynnt og kennd (prufuprjón) í hverjum tíma. Lögð verður sérstök áhersla á vönduð vinnubrögð, uppfitjun, affellingar, frágang og allskyns smáatriði sem geta verið rúsínan í pylsuendanum þegar kemur að faglegri hönnun. Þátttakendur mæta með ákveðna hugmynd að peysu í fyrsta tíma og lögð verður áhersla á samvinnu við að þróa áfram hugmyndina, hanna, búa til uppskrift og velja viðeigandi prjóntækni til að sem bestur árangur náist.

Þátttakendur eru hvattir til að fara út fyrir þægindarammann og vinna sem mest út frá eigin hugmyndum frekar en að styðjast of mikið við hönnun annarra. Námskeiðið dreifist á 8 – 10 vikur til að gefa þátttakendum tíma til að prjóna og klára sín verkefni auk þess sem kennari verður til staðar á auglýstu Prjónakaffi Storksins og þar veðrur hægt að fá hjálp ef á þarf að halda.

Námskeiðið er alls 6 skipti og kennt er á miðvikudögum frá klukkan 18 – 19 eftirfarandi daga: 6, 13, og 20 september, 4, og 18 október og 1 og 15 nóvember. 

Later Event: September 6
Barnafataprjón