Sep
6
to Oct 18

Barnafataprjón

Athugið að námskeiðið er haldið í Storkinum

Það er fátt sem kveikir meira í prjónapúkanum en lítil börn. Flestir ef ekki allir prjónararspreyta sig fyrr eða síðar á að hanna og/eða prjóna barnaföt. Verðandi mæður, ömmur og mömmur elska að prjóna á krakkana sína enda ótrúlega gaman að sjá börn í fallegum og sérstökum heimaprjónuðum flíkum. En það skiptir miklu máli að barnaföt séu vel hönnuð, fari vel á litlum kroppum og að garnið sem notað er henti í fatnað sem verður oftar en ekki fyrir miklu álagi og þarf að þola ýmislegt t.d. marga þvotta. Þetta námskeið er sérstaklega hugsað fyrir þá sem vilja hanna og prjóna föt á yngstu kynslóðina. Farið verður yfir hvað hafa þarf í huga þegar prjónað er á börn s.s. val á garni, prjónaðferðir og hönnun svo fötin passi vel og þjóni því hlutverki sem þeim er ætlað þ.e. að vera bæði þægileg og falleg.

Reiknað er með að prjónuð verði ein barnaflík á námskeiðinu þar sem sérstök áhersla verður lögð á efnisval (garn), snið, form, frágang og praktíska hönnun. Námskeiðið getur hentað mjög breiðum hóp prjónara allt frá lítið vönum (þurfa að kunna einfalt prjón) til þeirra sem eru meira vanir og fer þá erfiðleikastig þess sem prjónað er eftir færni hvers og eins.

Námskeiðið er alls 6 skipti og kennt verður frá 19 - 21 eftirfarandi miðvikudaga: 6, 13, 20 september og 4 október og frá 20 – 21:30 miðvikudagana 11 og 18 október.

View Event →
Sep
6
to Nov 20

Masterclass - Bætt í reynslubankann

Athugið að námskeiðið er haldið í Storkinum

Þetta námskeið er hugsað fyrir þær sem lokið hafa námskeiði í Peysuhönnun hjá Helgu Thoroddsen. Námskeiðið er byggt þannig upp að þátttakendur hafa frjásar hendur í peysuhönnun en boðið er upp á handleiðslu og aðstoð auk þess sem krefjandi prjóntækni/aðferðafræði fyrir vana prjónara verður kynnt og kennd (prufuprjón) í hverjum tíma. Lögð verður sérstök áhersla á vönduð vinnubrögð, uppfitjun, affellingar, frágang og allskyns smáatriði sem geta verið rúsínan í pylsuendanum þegar kemur að faglegri hönnun. Þátttakendur mæta með ákveðna hugmynd að peysu í fyrsta tíma og lögð verður áhersla á samvinnu við að þróa áfram hugmyndina, hanna, búa til uppskrift og velja viðeigandi prjóntækni til að sem bestur árangur náist.

Þátttakendur eru hvattir til að fara út fyrir þægindarammann og vinna sem mest út frá eigin hugmyndum frekar en að styðjast of mikið við hönnun annarra. Námskeiðið dreifist á 8 – 10 vikur til að gefa þátttakendum tíma til að prjóna og klára sín verkefni auk þess sem kennari verður til staðar á auglýstu Prjónakaffi Storksins og þar veðrur hægt að fá hjálp ef á þarf að halda.

Námskeiðið er alls 6 skipti og kennt er á miðvikudögum frá klukkan 18 – 19 eftirfarandi daga: 6, 13, og 20 september, 4, og 18 október og 1 og 15 nóvember. 

View Event →