Categories


Authors

The Knitting Lesson

The Knitting Lesson

Fyrir nokkrum árum keypti ég undurfallega bók sem er óður til handavinnu og handverks. Hún liggur oft á prjónaborðinu mínu og ég fletti henni af og til og verð fyrir innblæstri af fallegum málverkum sem sýna handverksfólk fyrri tíma með handavinnuna sína.

Bókin er eftir konu sem heitir Gail Carolyn Sirna og heitir:

In Praise of the Needlewoman - Embrodierers, Knitters, Lacemakers and Weavers in Art

Mig langar að deila með ykkur þessum fallegu málverkum og hér kemur það fyrsta. Verkið heitir The Kintting Lesson eftir Jean-François Millet, 1814 – 1875 og er í St. Louis Art Museum.  

Málverkið sýnir móðir kenna ungri dóttur sinni að prjóna. Stúlkan gæti verið níu eða tíu ára gömul og virðist vera að prjóna hvíta ullarsokka. Hún prjónar á hefðbundna bandprjóna og bandið virðist vera upprakið – allavega er það ansi krullað eins og band sem hefur verið rakið upp. Kannski hafði hún gert vitleysu og mamma hennar lét hana rekja upp og byrja upp á nýtt. Hver kannast ekki við það? Mæðgurnar eru báðar niðursokknar í verkefnið og það er mikil ást í myndinni – allavega virkar það þannig á mig. Móðirin heldur utan um axlir dóttur sinnar og virðist reyna að stilla sig um að taka verkið af henni og gera sjálf. Hver kannast ekki við það? Hughrifin í málverkinu eru samkennd og nánd – þarna er greinilega ekki ríkidæmi til staðar en hinir djúpu, dimmu og heitu litir málverksins og nánd einstaklinganna sem það sýnir vekja hjá manni áhuga á að vita meira um líf þessara mæðgna sem þarna glíma við prjónið sitt. Eru þær nýkomnar frá að mjólka kýrnar eða yrkja akurinn, þreyttar og lúnar eftir langan dag? Eru þær að klára prjónið til að geta verið fínar næst þegar þær fara til kirkju? Eða er telpan að búa til plögg í heimanmundin sinn? Einungis ímyndunaraflið getur svarað þessum spurningum og mitt er með sína kenningu? Hvað dettur ykkur í hug?

The Knitting Spell

The Knitting Spell

0